top of page

Skilmálar
Þessi skilmáli gildir um sölu á vöru og þjónustu STILKAR til neytenda.
Skilmálinn, sem staðfestur er með staðfestingu á kaupum, er grunnurinn að viðskiptunum.
1. Skilgreining
Seljandi er Stilkar - listmunir ehf. , kennitala: 610513-1070, virðisaukaskattsnúmer 122970.
Kaupandi er sá aðili sem verslar vöru.
2. Skilaréttur
Kaupandi getur skipt vöru keypt af seljanda innan 30 daga, eða valið nýja. Við skil á vöru þarf hún að vera í upprunalegu ástandi.
3. Pöntun
Pöntun eru bindandi þegar hún er lögð fram.
Seljandi er einnig bundinn til að afgreiða pöntun kaupanda svo lengi sem hún er í samræmi við vöruúrval og verðlagningu.
4. Upplýsingar
Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni.Vöruúrval getur verið mismunandi á milli vefverslunar og verslana.Ennfremur áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef að varan er uppseld. Undir þeim kringumstæðum fær kaupandi tilkynningu ásamt upplýsingum um hvað gæti mögulega hentað í staðinn. Kaupandi fær þá möguleika á að samþykkja þá tillögu eða aflýsa pöntun í heild sinni.
5. Verð
Verð eru á stöðugum breytingum hjá seljanda vegna samkeppni og verðbreytinga birgja.
Verðhækkanir sem verða eftir pöntun viðskiptavinar eru ekki afturkræfar. Það verð gildir sem var í gildi þegar pöntun var gerð.
6. Greiðsla
Hægt er að inna greiðslu af hendi með bankamillifærslu eða greiðslukorti.


7. Afhending
Hægt er að sækja vörur í studio Stilkar, Vatnsstíg 3, 101 Reykjavík. Einnig er hægt að fá vöru í pósti. Póstgjald er ekki innifalið í verði og fer eftir verðskrá þess fyrirtækis sem sér um sendinguna.
9. Eignarréttur
Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt.
10. Vafrakökur
Stilkar.is notast einungist við nauðsynlegar vafrakökur og safnar ekki persónuupplýsingum.
Kynntu þér allt um vafrakökur hér.
8. Persónuvernd
Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem algjört trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu.
Stilkar.is notar einungis við netfang viðskiptavins ef það hefur verið skráð til að fá skilaboð.
bottom of page